STAÐUR & STUND

3. febrúar, 2025

Bryndís Guðjónsdóttir – nýr kennari í Óperudeild

Söngskólinn í Reykjavík býður Bryndísi Guðjónsdóttur velkomna en hún er nýr kennari við Óperudeild skólans. Bryndís syngur einmitt hlutverk Greifynjunnar (Contessa) í Brúðkaupi Figarós í uppfærslu Kammeróperunnar í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.

Bryndís Guðjónsdóttir lauk bakkalár- og meistaragráðu í óperusöng með láði frá Mozarteum-háskólanum í Salzburg í Austurríki. Að baki var framhaldspróf í söng frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2016 þar sem hún lærði hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og nám í Listaháskóla Íslands þar sem hún naut leiðsagnar Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. 

Bryndís er handhafi nokkurra verðlauna. Árið 2022 vann hún fyrstu verðlaun og sérstök verðlaun í XVIII Certamen Nuevas Voces keppninni í Sevilla. 2021 hlaut hún fyrstu verðlaun í Riccardo Zandonai keppninni í Garda á Ítalíu. Hún var sigurvegari í keppni Ungra einleikara á Íslandi árið 2018 með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þá sigraði hún í Dušek keppninni í Prag árið 2018.

 

Bryndís hefur komið fram á fjölum margra óperuhúsa og sungið með mörgum sinfóníuhljómsveitum. Þar má nefna Aalto Theater Essen, Semperoper Dresden, Theater Kiel, Theater Kassel, Liederhalle Stuttgart, Isarphilharmonie í Hamborg og Gasteig í München, Teatro de la Maestranza í Sevilla, Teatro Verdi í Martina Franca sem og í Salzburg, Prag, Róm, Vilnius, og Madrid. Meðal óperuhlutverka sem Bryndís hefur sungið opinberlega eru Ännchen í Freischütz eftir Weber, Fyrsta dama og Næturdrottningin í Töfraflautunni eftir Mozart, Erste Dienerin í Frau ohne Schatten eftir Richard Strauss, Kúnígúnd í Candide eftir Bernstein, Greifafrú í Gli Uccellatori eftir Florian Gassmann, Belinda í Dido og Aeneas eftir Purcell og Giulietta í Ævintýrum Hoffmanns eftir Jacques Offenbach. Þá er hún reglulegur gestur Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Prag undir stjórn Heikos Mathias Förster.

Bryndís var tilnefnd sem söngvari ársins í flokknum sígildri og samtímatónlist 2024.
Bryndís var styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar, Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Richard Wagners námsstyrkins og Gianna Szel í Austurríki.

3. febrúar, 2025

Bryndís Guðjónsdóttir – nýr kennari í Óperudeild

Söngskólinn í Reykjavík býður Bryndísi Guðjónsdóttur velkomna en hún er nýr kennari við Óperudeild skólans. Bryndís syngur einmitt hlutverk Greifynjunnar (Contessa) í Brúðkaupi Figarós í uppfærslu Kammeróperunnar í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.
Bryndís Guðjónsdóttir lauk bakkalár- og meistaragráðu í óperusöng með láði frá Mozarteum-háskólanum í Salzburg í Austurríki. Að baki var framhaldspróf í söng frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2016 þar sem hún lærði hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og nám í Listaháskóla Íslands þar sem hún naut leiðsagnar Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur.  Bryndís er handhafi nokkurra verðlauna. Árið 2022 vann hún fyrstu verðlaun og sérstök verðlaun í XVIII Certamen Nuevas Voces keppninni í Sevilla. 2021 hlaut hún fyrstu verðlaun í Riccardo Zandonai keppninni í Garda á Ítalíu. Hún var sigurvegari í keppni Ungra einleikara á Íslandi árið 2018 með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þá sigraði hún í Dušek keppninni í Prag árið 2018.   Bryndís hefur komið fram á fjölum margra óperuhúsa og sungið með mörgum sinfóníuhljómsveitum. Þar má nefna Aalto Theater Essen, Semperoper Dresden, Theater Kiel, Theater Kassel, Liederhalle Stuttgart, Isarphilharmonie í Hamborg og Gasteig í München, Teatro de la Maestranza í Sevilla, Teatro Verdi í Martina Franca sem og í Salzburg, Prag, Róm, Vilnius, og Madrid. Meðal óperuhlutverka sem Bryndís hefur sungið opinberlega eru Ännchen í Freischütz eftir Weber, Fyrsta dama og Næturdrottningin í Töfraflautunni eftir Mozart, Erste Dienerin í Frau ohne Schatten eftir Richard Strauss, Kúnígúnd í Candide eftir Bernstein, Greifafrú í Gli Uccellatori eftir Florian Gassmann, Belinda í Dido og Aeneas eftir Purcell og Giulietta í Ævintýrum Hoffmanns eftir Jacques Offenbach. Þá er hún reglulegur gestur Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Prag undir stjórn Heikos Mathias Förster.
Bryndís var tilnefnd sem söngvari ársins í flokknum sígildri og samtímatónlist 2024.
Bryndís var styrkþegi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar, Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Richard Wagners námsstyrkins og Gianna Szel í Austurríki.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING