Píanóleikari

Antonía Hevesi

Antonía Hevesi píanóleikari er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F.Liszt- tónlistarakademíunni í Búdapest með MA-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Einnig stundaði hún orgelnám við Hochschule für Musik u.darstellende Kunst in Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar í Evrópu og Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum í píanóundirleik og söng og spilað inn á geisladiska.

Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar og hefur hún ennfremur komið fram á flestum hádegistónleikum Íslensku Óperunnar frá árinu 2009. Hún var einn af stofnendum Óp-hópsins.

Á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í uppfærslum á 40 óperum, með Norðurópi, Litla Óperukompaníinu, ÓP- hópnum og hjá Íslensku Óperunni. Hún er virk píanó-og orgelmeðleikari  í íslensku tónlistarlífi og kemur reglulega fram í tónleikum með einsöngvurum, kórum og kammerhópum.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING