Antonía Hevesi píanóleikari er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F.Liszt- tónlistarakademíunni í Búdapest með MA-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Einnig stundaði hún orgelnám við Hochschule für Musik u.darstellende Kunst in Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar í Evrópu og Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum í píanóundirleik og söng og spilað inn á geisladiska.
Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar og hefur hún ennfremur komið fram á flestum hádegistónleikum Íslensku Óperunnar frá árinu 2009. Hún var einn af stofnendum Óp-hópsins.
Á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í uppfærslum á 40 óperum, með Norðurópi, Litla Óperukompaníinu, ÓP- hópnum og hjá Íslensku Óperunni. Hún er virk píanó-og orgelmeðleikari í íslensku tónlistarlífi og kemur reglulega fram í tónleikum með einsöngvurum, kórum og kammerhópum.