Söngkennari

Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson lauk B.M. og Master’s námi frá Indiana University í Bloomington, einnig leiklistarnámi frá Drama Studio London.
Bergþór hefur átt fjölbreyttan feril, allt frá því að frumflytja mörg verk eftir íslensk tónskáld, taka þátt í ótal óperum, óperettum, söngleikjum og leikritum, syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og í kórverkum, kynna tónlist í skólum landsins, halda tónleika með söngvurum úr ólíkum geirum tónlistar, koma fram á skemmtunum af ýmsu tagi, til þess að halda fyrirlestra um margvísleg málefni. Undanfarin ár hefur hann verið skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hann kennir nú í Söngskólanum í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og Listaháskóla Íslands.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin:

Mán. – fim. kl. 10:00-16:00

Fös. kl. 10:00-14:00

Lokað um helgar

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING