STAÐUR & STUND

21. janúar, 2025

Fanný Lísa Hevesi master class 21.1.

Þriðjudaginn 21. janúar kenndi Fanný Lisa Hevesi nemendum í Söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík á master class námskeiði í sal skólans. Fanný Lísa Hevesi er nýútskrifuð úr Performance Preparation Academy (PPA) með BA-gráðu í söngleik en skólinn er staðsettur í Guildford og er einn af fremstu skólum Bretlands í slíku námi og hefur verið starfandi í um tuttugu ár. Í skólanum lék Fanný marga mismunandi karaktera, líkt og Lenoru í Cry Baby, Jesus í Jesus Christ Superstar og Dominu í A Funny Thing Happened on the Way to the Forum. Áður en hún var í PPA var hún nemandi í Full Time Foundation Course í ArtsEd, einum virtasta listaháskóla Englands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2021 með láði.

Á Íslandi lærði Fanný söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og lék hlutverk eins og Fjólu í 9 to 5 og Heiði Chandler í Heathers. Hún útskrifaðist með framhaldspróf í klassískum söng með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem kennara en fyrir það lærði hún söngleikjasöng hjá Valgerði Guðnadóttur og Þór Breiðfjörð. Aðrar uppfærslur sem Fanný hefur tekið þátt í eru Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu (sýningar féllu þó niður vegna Covid), Kabarett og Krúnk krúnk og dirrindí á vegum Leikfélags Akureyrar, Phantom of the Opera á vegum Sinfonia Nord í Hörpu, Töfraflautan fyrir börn og Ævintýraóperan Baldursbrá, auk þess sem hún var meðlimur í barnakór Íslensku óperunnar í uppsetningu hennar á Carmen og La bohéme í Hörpu.

21. janúar, 2025

Fanný Lísa Hevesi master class 21.1.

Þriðjudaginn 21. janúar kenndi Fanný Lisa Hevesi nemendum í Söngleikjadeild Söngskólans í Reykjavík á master class námskeiði í sal skólans. Fanný Lísa Hevesi er nýútskrifuð úr Performance Preparation Academy (PPA) með BA-gráðu í söngleik en skólinn er staðsettur í Guildford og er einn af fremstu skólum Bretlands í slíku námi og hefur verið starfandi í um tuttugu ár. Í skólanum lék Fanný marga mismunandi karaktera, líkt og Lenoru í Cry Baby, Jesus í Jesus Christ Superstar og Dominu í A Funny Thing Happened on the Way to the Forum. Áður en hún var í PPA var hún nemandi í Full Time Foundation Course í ArtsEd, einum virtasta listaháskóla Englands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2021 með láði. Á Íslandi lærði Fanný söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og lék hlutverk eins og Fjólu í 9 to 5 og Heiði Chandler í Heathers. Hún útskrifaðist með framhaldspróf í klassískum söng með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem kennara en fyrir það lærði hún söngleikjasöng hjá Valgerði Guðnadóttur og Þór Breiðfjörð. Aðrar uppfærslur sem Fanný hefur tekið þátt í eru Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu (sýningar féllu þó niður vegna Covid), Kabarett og Krúnk krúnk og dirrindí á vegum Leikfélags Akureyrar, Phantom of the Opera á vegum Sinfonia Nord í Hörpu, Töfraflautan fyrir börn og Ævintýraóperan Baldursbrá, auk þess sem hún var meðlimur í barnakór Íslensku óperunnar í uppsetningu hennar á Carmen og La bohéme í Hörpu.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING