Þriðjudaginn 14. janúar kl. 14:00-16:00 kennir Hrólfur Sæmundsson baritónsöngvari nemendum Söngskólans í Reykjavík á master class námskeiði í sal skólans.
Hrólfur Sæmundsson hefur um árabil sungið stærstu hlutverk óperubókmenntanna við óperuhús víða um heim. Hans helstu hlutverk þar hafa verið Macbeth, Wozzeck, Rigoletto, Germont (La Traviata), Don Carlo (La forza del destino), Miller (Luisa Miller), Rodrigo (Don Carlo), Ford (Falstaff), Paolo (Simone Boccanegra), Escamillo (Carmen), Telramund (Lohengrin), Wolfram (Tannhäuser), Alberich, (Rheingold og Götterdämmerung) Kurwenal (Tristan und Isolde), Lord Ruthven (Der Vampyr), Michele (I’ll Tabarro), Sharpless (Madama Butterfly), Onegin (Eegene Onegin), Tomsky (Pique Dame) Figaro (Il barbiere di Siviglia), Don Pizarro (Fidelio), Ori in the acclaimed new opera “Au Monde” by Philippe Boesmans, Greifinn (Brúðkaup Fígarós), Don Giovanni og Don Alfonso (Cosi fan tutte), auk fjölda annarra.
Hann hefur einnig komið fram á Íslandi, við Íslensku Óperuna, í Þjóðleikhúsinu, og á fjölda tónleika um allt land. Hann hefur sungið inn á upptökur hér heima og erlendis, til dæmis hina nýútgefnu óperu „Alpenkönig und Menschenfeind“ eftir Leo Blech. Hrólfur syngur þar titilhlutverkið. Þessi upptaka hefur einnig verið leikin í útvarpi í yfir 60 löndum, þar á meðal á Íslandi.
Nýverið hóf Hrólfur frumraun sína við Teatro Real í Madrid þar sem hann söng í óperu Weinbergs, “Die Passagierin”. Einnig lék hann og söng hlutverk Rigoletto í nýútkominni kvikmynd.
Næstu verkefni hans er frumflutningur á óperunni Älskarinnorna í Svíþjóð, Germont í La Traviata bæði í Þýskalandi og Danmörku, Don Carlo í Ernani einnig í Þýskalandi, Macbeth í Englandi og Niflungahringurinn í Ástralíu.
https://www.operabase.com/artists/hrolfur-saemundsson-7120