STAÐUR & STUND

6. janúar, 2025

Kvæðalagaæfing og söngvaka

Söngskólinn í Reykjavík er í samstarfi við Kvæðamannafélagið Iðunni, sem hefur þann tilgang að æfa kveðskap og safna rímnalögum (íslenskum stemmum) og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Jafnframt sinnir félagið fræðslu- og kynningarstarfi um þjóðlög og alþýðutónlist.
Verið velkomin, gjaldfrjálst, að taka þátt í kvæðalagaæfingum og söngvökum Iðunnar sem fara fram í Söngskólanum í Reykjavík við Laufásveg 49-51. Gengið er inn á æfingarnar í gegnum portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
KVÆÐALAGAÆFING 8. janúar kl. 20:00
Á kvæðalagaæfingum eru kveðin og kennd ýmis áhugaverð kvæðalög/rímnalög við skemmtilegar vísur. Á þessari æfingu verða kveðnar vísur sem tengjast vetrinum, nýárinu og álfum.
Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunni.
SÖNGVAKA miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 – 21:30
Á Söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hefur Chris Foster formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Kvæðamannafélagið Iðunn býður ykkur hjartanlega velkomin á þessa viðburði hvetur ykkur til að taka með ykkur gesti.
Sjá nánar á https://www.rimur.is/

6. janúar, 2025

Kvæðalagaæfing og söngvaka

Söngskólinn í Reykjavík er í samstarfi við Kvæðamannafélagið Iðunni, sem hefur þann tilgang að æfa kveðskap og safna rímnalögum (íslenskum stemmum) og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Jafnframt sinnir félagið fræðslu- og kynningarstarfi um þjóðlög og alþýðutónlist.
Verið velkomin, gjaldfrjálst, að taka þátt í kvæðalagaæfingum og söngvökum Iðunnar sem fara fram í Söngskólanum í Reykjavík við Laufásveg 49-51. Gengið er inn á æfingarnar í gegnum portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
KVÆÐALAGAÆFING 8. janúar kl. 20:00
Á kvæðalagaæfingum eru kveðin og kennd ýmis áhugaverð kvæðalög/rímnalög við skemmtilegar vísur. Á þessari æfingu verða kveðnar vísur sem tengjast vetrinum, nýárinu og álfum.
Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunni.
SÖNGVAKA miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 – 21:30
Á Söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hefur Chris Foster formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Kvæðamannafélagið Iðunn býður ykkur hjartanlega velkomin á þessa viðburði hvetur ykkur til að taka með ykkur gesti.
Sjá nánar á https://www.rimur.is/
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING