Söngskólinn í Reykjavík er í samstarfi við Kvæðamannafélagið Iðunni, sem hefur þann tilgang að æfa kveðskap og safna rímnalögum (íslenskum stemmum) og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Jafnframt sinnir félagið fræðslu- og kynningarstarfi um þjóðlög og alþýðutónlist.
Verið velkomin, gjaldfrjálst, að taka þátt í kvæðalagaæfingum og söngvökum Iðunnar sem fara fram í Söngskólanum í Reykjavík við Laufásveg 49-51. Gengið er inn á æfingarnar í gegnum portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
KVÆÐALAGAÆFING 8. janúar kl. 20:00
Á kvæðalagaæfingum eru kveðin og kennd ýmis áhugaverð kvæðalög/rímnalög við skemmtilegar vísur. Á þessari æfingu verða kveðnar vísur sem tengjast vetrinum, nýárinu og álfum.
Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunni.
SÖNGVAKA miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00 – 21:30
Á Söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hefur Chris Foster formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Kvæðamannafélagið Iðunn býður ykkur hjartanlega velkomin á þessa viðburði hvetur ykkur til að taka með ykkur gesti.
Sjá nánar á https://www.rimur.is/